Erlent

Slasaðist vegna bréfasprengju

Svæðið í kringum skrifstofurnar var girt af og stóðu lögreglumenn með alvæpni vörð.
Svæðið í kringum skrifstofurnar var girt af og stóðu lögreglumenn með alvæpni vörð. MYND/AP

Bréfasprengja sprakk í fyrirtæki sem hefur umsýslu með umferðarteppugjaldi í London í gær. Kona sem er starfsmaður fyrirtækisins slasaðist lítillega í sprengingunni.

Fyrirtækið, Capita PLC, sér um að innheimta átta punda umferðarteppugjald sem er ætlað að draga úr umferðarteppu í miðborg Lundúna. Fyrirtækið hefur samstarf við ýmsar opinberar stofnanir.

Tugir manna limlestust á áttunda áratugnum þegar Írski lýðveldisherinn (IRA) notaði bréfasprengjur í herferð sinni gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi.

Póstþjónustan brást við með því að minnka opið á póstkössum svo aðeins væri hægt að póstleggja þunn umslög. Síðan 1980 hafa grunsamlegir pakkar verið gegnumlýstir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×