Erlent

Smygluðu þremur tonnum af hassi til Finnlands

Finnska lögreglan leysti í gær upp eiturlyfjahring sem mun hafa smyglað töluverðu af hassi og kókaíni til landsins árin 2000 til 2006.

Talið er að þar sé um að ræða þrjú þúsund kíló af hassi og tuttugu kíló af kókaíni. Götuverðmæti efnanna er talið jafnvirði nærri tveggja milljarða íslenskra króna.

Að sögn lögreglunnar í Helsinki eru tuttugu og einn maður í haldi en eftir er að ákæra þá formlega. Allir eru þeir finnskir ríkisborgarar. Fíkniefnin munu hafa komið frá Hollandi og nær öll seld í Helsinki og næsta nágrenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×