Erlent

Of hávær í bólinu

MYND/Gettyimages

Kona ein í Þýskalandi var rekin af heimili sínu þar sem nágrannar hennar þóttu unaðsstunur hennar vera of háværar. Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og talar um ofsóknir.

Vandamálið hófst eftir að konan byrjaði með kærasta sínum. Í hvert skipti sem hann kom í heimsókn upphófst mikill hávaði frá svefnherbergi konunnar. Unaðsstunur hennar voru svo miklar að nágrannar vöknuðu upp um miðja nótt og gátu ekki sofnað aftur. Á tímabili var atgangurinn svo mikill að nágrannar í næsta húsi misstu einnig svefnfrið.

Leigusali konunnar hefur nú gert henni að flytja úr íbúðinni á grundvelli ítrekaðra kvartana.

Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og að hún eigi rétt á því að haga sér eins og hún vill á eigin heimili. Hún íhugar nú að kæra leigusalann fyrir samningsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×