Erlent

Concorde hlutir boðnir upp

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Fólk skoðar munina sem boðnir verða upp í Toulouse í dag.
Fólk skoðar munina sem boðnir verða upp í Toulouse í dag. MYND/AP

Yfir 800 hlutir úr Concorde flugvélum verða boðnir upp í Toulouse í Frakklandi í dag. Þar á meðal eru hlutir út flugstjórnarklefa vélanna, súrefnisgrímur, lendingarhjól og farangurshurðar auk salernisskála. Uppbðið mun standa í fjóra daga og er til styrktar nýjum flugsafnisem byggt verður í borginni.

Concorde þoturnar voru byggðar af Frökkum og Bretum og notaðar til farþegaflugs frá árinu 1976. Eftir flugslys í París árið 2000 þar sem 113 létust fór eftirspurn farþega minnkandi, og árið 2003 voru vélarnar teknar úr notkun vegna mikils kostnaðar.

Concorde vélarnar flugu á allt að 2.170 kílómetra hraða og það tók helmingi styttri tíma að fljúga frá New York til London en með venjulegum farþegavélum. Hraðametið á milli borganna tveggja er um 2 klukkustundir og 53 mínútur. Vélarnar flugu í 60 þúsund feta hæð og vegna núningsmótstöðu og hita lengdust þær um 20 sentimetra á flugi.

Uppboðið er á vegum góðgerðarfélagsins Aerotheque sem fékk Concorde vélarnar frá flugvélaframleiðandanum Airbus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×