Erlent

Snjóþyngsli víða í Evrópu

Snjóplógur ryður flugbraut í gærmorgun. Loka þurfti flugvellinum vegna snjóþungans.
Snjóplógur ryður flugbraut í gærmorgun. Loka þurfti flugvellinum vegna snjóþungans. MYND/nordicphotos/afp

Umferðartafir urðu víða í Mið-Evrópu í gær vegna mikillar snjókomu og loka þurfti nokkrum flugvöllum.

Rúmlega 200 flugferðum var aflýst í Tékklandi, Sviss og Þýskalandi. Yfir þúsund farþegar urðu strandaglópar á flugvellinum í Stuttgart í Þýskalandi á þriðjudagskvöld og svipaður fjöldi farþega sat fastur á flugvellinum í München í gærmorgun.

Rekja má þrjú banaslys í Þýskalandi til vetrarríkisins, en þetta er fyrsta snjókoma vetrarins sem festir á láglendi á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×