Erlent

Þingforseti var yfirheyrður

Jack McConnell, forseti skoska þingsins, var yfirheyrður af lögreglu í tengslum við rannsókn á fjáröflunarmálum breska Verkamannaflokksins vegna gruns um að auðkýfingar hafi hlotið lávarðartign, og þar með sæti í lávarðadeild breska þingsins, í skiptum fyrir fjárstuðning við flokkinn.

Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, nú í síðustu viku einn af nánustu aðstoðarmönnum Tony Blairs forsætisráðherra. Allir hafa þeir þó verið látnir lausir meðan rannsókn stendur yfir og enginn hefur verið ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×