Erlent

Iðraðist eftir 21 SMS-skilaboð

Kínverskur þjófur skilaði farsíma og þúsundum yuan sem hann hafði stolið frá konu, eftir að hún sendi honum 21 hjartnæmt SMS-smáskilaboð þar sem hún taldi hann á að skila þýfinu. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Konan, sem er kennari, ætlaði fyrst að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu en ákvað í staðinn að senda þjófnum skilaboð. „Þú hlýtur að eiga erfitt, ég áfellist þig ekki,“ var meðal þess sem konan, Pan Aying, skrifaði manninum. „Fyrirgefðu mér, ég gerði mistök. Ég mun bæta mig,“ stóð í bréfi sem hún fann ásamt hlutunum sem stolið var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×