Erlent

Rændi flugvél með 103 manns

Vopnaður súdanskur maður rændi Boeing 737-farþegaþotu sem var flogið frá Kartúm, höfuðborg Súdans, með 103 farþega og áhöfn innanborðs í gær. Enginn slasaðist.

Flugræninginn krafðist þess að flogið yrði til London en þegar honum var tjáð að vélin hefði ekki nóg eldsneyti til þess samþykkti hann að fljúga til höfuðborgar Tsjad, N"Djamena, þar sem hann gafst upp. Þegar vélin lenti gekk flugræninginn út úr vélinni og óskaði hælis í Bretlandi. Ráðamenn í Tsjad sögðu manninn vera hryðjuverkamann og að réttað yrði yfir honum sem slíkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×