Erlent

Eldar loga í Beirút

Beirút, höfuðborg Líbanon, logaði í átökum í gær í kjölfar þess að Hizbollah-samtökin hvöttu fólk til að leggja niður störf í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum sem þeir telja of höll undir Bandaríkin.

Átök brutust út víða á milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna í formi handalögmála, grjótkasts og skotbardaga. Hermenn reyndu að halda aftur af báðum hliðum.

Samgöngur og starfsemi voru í lamasessi vegna verkfallsins og átakanna. Eru þetta mestu átökin sem orðið hafa síðan Hizbollah-samtökin hófu herferð sína gegn stjórnvöldum fyrir tveimur mánuðum síðan.- sdg / sjá síðu 8



Fleiri fréttir

Sjá meira


×