Erlent

Vissu allt um fangaflugið

Þingnefnd á vegum Evrópuþingsins telur fullvíst að ráðamenn í Bretlandi, Póllandi, Þýskalandi, Ítalíu og fleiri Evrópuríkjum hafi vitað af leynilegu fangaflugi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Nefndin staðfesti í gær skýrslu um málið, sem ítalski þingmaðurinn Giovanni Fava skilaði til nefndarinnar í haust. Nefndin hefur gert ýmsar breytingar á skýrslunni, en engar sem breyta þeirri meginniðurstöðu að stjórnvöldum í þessum ríkjum hafi verið kunnugt um flugið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×