Erlent

Íburðarminni afmælisveislur

 Foreldrar í Minnesota hafa stofnað félagsskapinn „Afmæli án þrýstings“ til að stemma stigu við metingi og samkeppni um íburðarmestu afmælisveislurnar fyrir börnin. Þessa tilhneigingu kalla þau „vígbúnaðarkapphlaup um afmælisveislur“.

Samtökin stinga upp á því að foreldrar fylgi nokkrum grunnreglum, sem stuðli að hógværari og streitumminni veislum. Í fyrsta lagi eigi ekki að gefa gjafir, heldur biðja gjafmilda að styrkja góðgerðarsamtök. Þá skuli látið af „þemaveislum“. Börnin eigi frekar að fara út í garð í leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×