Erlent

Færeyjar á lista sem mesta ferðamannaparadísin

Færeyjar eru efstar á lista yfir eyjar í heiminum sem vert er að heimsækja. Þetta kemur fram í tímaritinu National Geographic, sem birt hefur lista yfir rúmlega eitt hundrað eyjar í heiminum.

Rúmlega 500 sérfræðingar fengu það verkefni að forgangsraða 111 eyjum eftir fyrirfram ákveðnum forsendum, fyrst og fremst var litið til sjálfbærni ferðaþjónustunnar. Sérfræðingarnir skoðuðu meðal annars umhverfi og efnahagslíf, félagsmál og menningu, sögulegar bygginga og fornleifauppgröft auk þess sem þeir mátu ferðaþjónustuna.

Færeyjar lentu í efsta sæti, fengu 87 stig. Þrjár aðrar eyjar á norðurslóðum, Lófóten, Ísland og Borgundarhólmur lentu í þriðja, níunda og átjánda sæti.

Listinn gefur einnig til kynna hvaða eyjar eru í hættu vegna of mikils ferðamannastraums en þar reka lestina eyjar á borð við Ibiza við Spán og Phuket við Tæland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×