Innlent

Rannsókn á Byrginu að ljúka

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á fjármálum Byrgisins lýkur fyrir mánudag að sögn Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Félagsmálaráðuneytið óskaði þess þann 16. nóvember. Greiðslur til Byrgisins voru stöðvaðar 29. desember að beiðni Ríkisendurskoðunar.

Þá var búið að tilkynna ráðuneyti að fjárreiðum og reikningshaldi Byrgisins væri áfátt.

Lögreglan á Selfossi rannsakaar kæru 24 ára konu á Guðmund Jónsson, forstöðumanni vegna meints kynferðisbrots og fjármálamisferlis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×