Erlent

Gæsluvarðhald fram í maí

 Fjörutíu og átta ára gamall karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur á Austur-Englandi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram í maí. Dómari í Ipswich ákvað þetta í gær.

Steve Wright var ákærður fyrir morðin þann 21. desember síðastliðinn. Er hann kom fyrir dómarann í gær andmælti hann hvorki ákærunum né fór fram á lausn gegn tryggingu.

Lík kvennanna, sem voru á aldrinum 19 til 29 ára, fundust á ellefu daga tímabili fyrri hluta desember í kringum Ipswich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×