Erlent

Viðræður við ETA blásnar af

Talsmaður spænska sósíalistaflokksins, sem heldur um stjórnartaumana í landinu, lýsti því yfir í gær að friðarsamningaumleitanir við aðskilnaðarhreyfingu Baska hefðu verið blásnar af, en ekki aðeins frestað. Yfirlýsingin kom í kjölfar sprengjutilræðis í bílageymslu við alþjóðaflugvöllinn í Madríd um helgina. 26 særðust í sprengingunni og tveggja er saknað og þeir taldir af.

„Ferlið er fyrir bí, það er það sem ETA hefur kosið,“ sagði Jose Blanco, háttsettur talsmaður flokksins. ETA er sakað um að bera ábyrgð á sprengingunni, eftir níu mánaða „vopnahlé“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×