Enski boltinn

United vill fá Berbatov

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Dimitar Berbatov gæti verið á förum frá Tottenham.
Dimitar Berbatov gæti verið á förum frá Tottenham. NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Dimitar Berbatov, Emil Danchev, segir að Manchester United hafi spurst fyrir um leikmanninn. Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham viðurkennir að fyrirspurn hafi borist um leikmanninn. Bæði Jol og Berbatov hafa þó þvertekið fyrir það að leikmaðurinn sé á förum frá liðinu. Jol gekk svo langt að segja að hann myndi frekar deyja en að selja Berbatov.

Danchev segir að hann hafi rætt við forráðamenn Tottenham um málið og ákvörðun um framtíð leikmannsins verði tekin snemma í næstu viku. „Við áttum 90 mínútna fund með forráðamönnum Tottenham um framtíð Dimitar," sagði Danchev í viðtali við útvarpsstöð í Búlgaríu. „Þeir sögðu okkur að United hefði spurst fyrir um Dimitar. Þeir létu okkur vita af því að liðið vill halda leikmanninum í eitt tímabil í viðbót því að þeir hafa metnað til að komast í Meistaradeild Evrópu, en þeir ætla að halda fund á næstu dögum til að taka ákvörðun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×