Erlent

Eldur laus í flutningalest á Stórabeltisbrú

MYND/365

Loka þurfti öðru lestarsporinu yfir Stórabeltisbrú milli Fjóns og Sjálands í Danmörku í morgun eftir að eldur kom upp í flutningalest. Það var vörubílstjóri sem gerði lestarstjóranum viðvart um að kviknað væri í lestinni.

Lestarstjóranum tókst sjálfum að slökkva eldinn með slökkvitæki en engan sakaði í eldsvoðanum. Samkvæmt lögreglunni í Nyborg kviknaði eldurinn út frá lestarhjóli sem hafði ofhitnað.

Það var vörubílstjóri sem keyrði framhjá lestinni sem gerði lestarstjóranum viðvart um að kviknað væri í lestinni.

Tvö lestarspor liggja yfir Stórabeltisbrú og var allri lestarumferð beint á hitt lestarsporið og kom því ekki til mikilla tafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×