Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær. Fjölmargir ráðherrar í ríkisstjórn Afganistans voru viðstaddir jarðarförin en ekki er vitað til þess að nokkurn þeirra hafi sakað.
Erlent