Enski boltinn

Tottenham steinlá á Anfield

Momo Sissoko og Teemu Tainio berjast um boltann í leiknum.
Momo Sissoko og Teemu Tainio berjast um boltann í leiknum. MYND/AP

Liverpool var rétt í þessu að leggja Tottenham 3-0 á heimvelli sínum Anfield Road. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og það voru þeir Mark Gonzalez, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, Dirk Kuyt og Luis Garcia sem skoruðu mörkin.

Liverpoolmenn hafa þá rétt stöðu sína í deildinni með tveimur góðum sigrum eftir 3-0 stórtapið gegn erkifjendunum í Everton.

Tottenham er hins vegar í slæmum málum aðeins með fjögur stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×