Erlent

Byssumenn umkringja heilbrigðisráðuneytið í Írak

Vopnaðir menn réðust á heilbrigðisráðuneytið í Bagdad í morgun með sprengjuvörpum og skothríð. Varaheilbrigðisráðherra Íraks sagði í samtali við Reuters að hann sæi byssumenn fyrir utan gluggann, sem skytu á starfsfólk ráðuneytisins. Einhverjir hafa særst og verið fluttir á sjúkrahús.

Byssumennirnir hafa umkringt ráðuneytið og stendur skothríð á milli þeirra og öryggissveita stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×