Erlent

Íranar halda sínu striki með eða án aðstoðar S.þ.

Íranar sögðu í morgun að þeir vildu gjarnan þiggja aðstoð kjarnorkueftirlitsstofnunar Sameinuðu þjóðanna við gangsetninguna á Arak-kjarnakljúfinum en að þeir myndu halda áætlunum sínum til streitu, sama hvort kjarnorkueftirlitsstofnunin hjálpar þeim eða ekki. Kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna neitaði í morgun að veita Írönum nokkra tæknilega aðstoð í kjarnorkuáætlun sinni.

"Ef þeir hjálpa okkur, þá viljum við það gjarnan. Ef ekki, þá gerum við þetta allt sjálfir," sagði utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, skömmu eftir að tilkynnt var að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefði komið í veg fyrir að Kjarnorkueftirlitsstofnun S.þ.veitti Íran nokkra aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×