"Baráttan um Bretland" eins og leikur Manchester United og Celtic hefur verið kallaður, er nú senn að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að þeir Paul Scholes og Wayne Rooney koma inn í lið Manchester United eftir leikbann.
Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Neville, Silvestre, Scholes, Carrick, Fletcher, Giggs, Rooney og Saha.
Byrjunarlið Celtic: Boruc, Caldwell, Naylor, Hesselink, Wilson, Gravesen, Lennon, Nakamura, McManus, Jarosik og McGeady.