Vill rannsaka mávavandann 21. júlí 2006 07:45 Guðmundur Björnsson og mávarnir Rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að varlega sé farið í veiðunum til að trufla ekki borgarbúa. Fáir vilji sjá máva skotna, þó að mikill vilji sé fyrir því að það sé gert. MYND/Heiða Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“ Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“
Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira