Bin Laden sagður á lífi 24. september 2006 18:45 Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000. Erlent Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000.
Erlent Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira