Erlent

MacDonalds sækir um einkaleyfi á samlokum

MYND/Vísir

MacDonalds, hamborgarastaðurinn frægi, hefur nú sótt um einkaleyfi á samlokum. Hefur staðurinn sótt um leyfið í Bandaríkjunum og Evrópu og segir að það muni hjálpa sér að þróa sínar samlokur og að ná því að hafa þær eins alls staðar.

Einkaleyfið felur meðal annars í sér hvernig brauðið er ristað og hvernig áleggið er sett á samlokuna. Einkaleyfispappírarnir útskýra líka að oft komi nafn samlokunnar út frá því hvað sé í henni - samloka með skinku heiti til dæmis skinkusamloka.

MacDonalds taka þó fram að þeir ætli sér ekki að meina neinum að gera samskonar samlokur og þeir ef þeir gera þær heima hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×