Erlent

Dæmdur til dauða fyrir að skjóta ferðamenn

Dómstóll í Jórdaníu dæmdi í dag mann til dauða sem skaut á erlenda ferðamenn við ferðamannastaði í höfuðborginni Amman í september síðastliðnum. Einn Breti lést í skothríðinni og fimm til viðbótar særðust. Sakamaðurinn er palestínskur flóttamaður sem er fæddur og uppalinn í flóttamannabúðum í úthverfi Amman.

Hinn 38 ára gamli Nabil Ahmad Jaoura verður hengdur fyrir glæpi sína en ekki var tekið fram hvenær dómnum verður framfylgt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×