Dauðadómur í Líbíu 19. desember 2006 19:15 Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað. Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira