Erlent

4 milljarðar í skaðabætur

Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum, hefur sæst á að borga 60 milljónir dollara, eða um 4 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur í alls 45 kynferðisafbrotamálum sem höfðuð voru gegn prestum hennar.

Roger Mahoney, kardínáli kirkjunnar, sagðist ætla að biðja þess að bæturnar gætu hjálpað fórnarlömbunum að halda áfram með líf sitt og komið fótunum undir þau og fjölskyldur þeirra á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×