Erlent

Grímuklæddur maður stakk barn til bana

Grímuklæddur maður stakk grunnskólabarn til bana í skóla í Hollandi í dag. Lögregla neitar að svo stöddu að gefa nokkrar upplýsingar aðrar en þær að barnið hafi dáið eftir ofbeldisglæp og að árásarmaðurinn sé í varðhaldi. Íbúi nærri skólanum segir að maðurinn hafi verið faðir fórnarlambsins en það hefur ekki fengist staðfest.

Skólinn er í suðurhluta Hollands, ekki langt frá landamærunum að Belgíu. Áfallahjálp er veitt í skólanum enda fær árásin eðlilega mikið á þá sem nærri henni standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×