Erlent

Verkfall í almenningssamgöngum á Ítalíu

MYND/Kristján Sigurjónsson

Starfsmenn almenningssamgangna um gjörvalla Ítalíu eru í eins dags verkfalli í dag, sem hamlar neðanjarðarlestakerfum, sporvögnum og rútusamgöngum. Þetta hefur hins vegar ekki áhrif á lestarsamgöngur í landinu. Síðast fór samgöngustarfsfólkið í verkfall þann 17. nóvember og þar á undan þann 6. október.

Fólkið er og hefur verið að mótmæla umdeildum fjárlagaramma ríkisstjórnarinnar og endurnýjun samninga við starfsfólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×