Erlent

Berlusconi hneig niður í ræðustóli

Silvio Berlusconi hneig niður í beinni útsendingu.
Silvio Berlusconi hneig niður í beinni útsendingu. MYND/AP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu til margra ára, hneig niður í ræðustóli í Toskana á Ítalíu í dag. Ekki er vitað hvað amar að fjölmiðlakónginum og stjórnmálamanninum en hann greip fyrir hjartað. Annar ræðumaður sagði fundarmönnum að Berlusconi hefði hjarnað við baksviðs og viljað halda áfram en læknir hefði bannað það.

Hann var borinn út af aðstoðarmönnum sínum með lokuð augun og sjúkrabíll var sendur á staðinn. Ekki hefur fengist staðfest hvort og þá hvað amar að Berlusconi, sem varð sjötugur í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×