Erlent

Rússneski njósnarinn nafngreindi eitrarana

Rússinn Alexander Litvinenko var njósnari fyrir KGB og síðar rússnesku leyniþjónustuna.
Rússinn Alexander Litvinenko var njósnari fyrir KGB og síðar rússnesku leyniþjónustuna. MYND/AP - frá fjölskyldu Litvinenkos

Rússneski njósnarinn fyrrverandi, Alexander Litvinenko, nafngreindi hugsanlega morðingja sína rétt áður en hann dó. Hann hitti mennina á hóteli og sushi-bar í London í byrjun mánaðarins en hann lést á fimmtudaginn eftir hjartaáfall á gjörgæsludeild í London.

Litvinenko er sagður hafa nafngreint þrjá menn og mun breska lögreglan nú reyna að hafa uppi á mönnunum í Róm og Moskvu til yfirheyrslu. Litvinenko mun hafa sagt að rússneska leyniþjónustan hefði eftirlit með sér þar sem hann bjó sem pólitískur flóttamaður í London. Aðstandendur hans hafa sakað rússnesku leyniþjónustuna um morðið á honum samkvæmt fyrirskipunum frá rússneskum stjórnmálamönnum en stjórnvöld í Kreml hafa sagt ásakanirnar tilhæfulausar.

Nú er talið fullvíst að geislavirkt póloníum hafi orðið Litvinenko að bana. Heilbrigðisyfirvöld hafa beðið alla sem snæddu á umræddum sushi-stað í London að kvöldi 1. nóvember að gefa sig fram til rannsókna. Hins vegar er talið afar ósennilegt að efnið hafi haft áhrif á fleiri en þann sem það var ætlað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×