Erlent

Tvísýnar kosningar í Hollandi

Útlit er fyrir að afar mjótt verði á mununum í hollensku þingkosningunum sem fram fara í dag. Valið stendur á milli áframhaldandi hægristjórnar Jan Peters Balkenende, sem náð hefur árangri í efnahagsmálum en jafnframt fylgt umdeildri stefnu í innflytjendamálum, og fylkingar jafnaðarmanna undir forystu Wouters Bos.

Hann var á meðal þeirra fyrstu á kjörstað í morgun en var snúið við þar sem hann hafði engin skilríki meðferðis. Ekki hefur verið marktækur munur á fylgi fylkinganna tveggja í skoðanakönnunum undanfarinna daga. Fjörtíu prósent kjósenda átti þá enn eftir að gera upp hug sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×