Erlent

Framboð af fiski lítið vegna veðurs

Bátar í Reykjavíkurhöfn.
Bátar í Reykjavíkurhöfn. MYND/NFS

Framboð af fiski á fiskmörkuðum í Hull og Grimsby á Englandi var í lágmarki í vikubyrjun vegna þess að flutningaskip sem koma átti með fiskinn frá Íslandi tafðist vegna veðurofsans á miðunum undanfarna daga. Þetta er í annað skiptið í mánuðinum sem þetta gerist. Vefmiðill Fiskifrétta greinir frá þessu.

Eins og fram kemur á vefsíðunni fishupdate.com, sem Fiskifréttir vitna í, tafðist flutningaskip frá Íslandi um einn og hálfan sólarhring, en það átti að koma á sunnudagsmorgun. Talsmaður Fishgate markaðarins segir lítið við þessu ástandi að gera, en þetta sé vissulega ergilegt. Hann segir veðráttuna að undanförnu þá verstu í meira en 100 ár en um fátt annað að ræða en að sýna biðlund þegar svona stendur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×