Fordæmir ályktun SÞ 19. nóvember 2006 18:45 Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það. Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það.
Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira