Enski boltinn

Stjórnarmaður segir af sér

Rafael Benitez virðist vera valdameiri hjá Liverpool en margir stjórnarmanna félagsins.
Rafael Benitez virðist vera valdameiri hjá Liverpool en margir stjórnarmanna félagsins.

Noel White, stjórnarmaður hjá Liverpool, hefur sagt af sér eftir að upp komst um þáttöku hans í orðrómi sem fór á kreik í síðustu viku um að Rafael Benitez væri valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins.

Ónefndur stjórnarmaður var sagður heimildamaður eins bresku blaðanna í síðustu viku sem fyrst sagði frá því að Rafael Benitez væri líklegur til að taka pokann sinn ef gengi Liverpool færi ekki að batna á næstu vikum.

White hefur nú viðurkennt að hafa verið maðurinn sem kom sögunni af stað, án þess að nokkur fótur hafi verið fyrir henni. Vegna þessara mistaka í starfi hafi hann ákveðið að segja af sér.

"Heiðurs míns vegna hef ég ákveðið að segja af mér. Ég biðst afsökunar á öllum þeim vandræðum sem ummæli mín kunna að hafa valdið félaginu og starfsfólki þess," sagði White í dag en hafði þar til í dag setið í stjórn Liverpool í 21 ár.

Þykja þessi tíðindi úr Liverpool staðfesta endanlega þann mikla stuðning sem Rafael Benitez hefur í starfi sínu sem knattspyrnustjóri og má gera ráð fyrir að allt slúður um mögulega brottvikningu hans séu úr lausu lofti gripnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×