Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB 25. október 2006 23:15 Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYND/Jón Hjörtur Hjartarsson Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira