Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík 23. október 2006 23:28 Álverið í Straumsvík MYND/Haraldur Jónasson Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira