Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð 20. október 2006 10:09 Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira