Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri 19. október 2006 12:45 1200 ökumenn óku á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst MYND/E.Ól Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira