Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma 14. september 2006 12:07 Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira