Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál 22. ágúst 2006 13:21 Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira