Boðar samstöðu og sættir flokksmanna 20. ágúst 2006 03:30 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira