Fótbolti

Fer fram á sölu frá Bayern

Owen Hargreaves
Owen Hargreaves NordicPhotos/GettyImages
Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves er sagður eiga fund með forráðamönnum Bayern Munchen í dag, þar sem hann muni fara fram á að verða seldur frá félaginu til Manchester United. Enska liðið ku hafa mikinn áhuga á að fá Hargreaves í sínar raðir, en hann er nýbúinn að framlengja samning sinn við þýska liðið og ólíkt þykir að hann fari fyrir minna en 13 milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×