Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons 14. ágúst 2006 12:00 Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon standa við rústir húss í Beirút þar sem leitað er að látnu fólki eftir loftárásir. MYND/AP Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní. Erlent Fréttir Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira