Borgarastríð í Írak líklegt 3. ágúst 2006 19:06 Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira