Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag 24. júlí 2006 12:00 Mynd/AP Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga. Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira