Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana 15. júlí 2006 10:00 Þorpinu Nabatiyeh í suðurhluta Líbanons í dag MYND/AP Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á Líbanon í morgun, fjórða daginn í röð. Þá hafa yfir sextán særst. Skotmörkin eru aðallega brýr og bensínstöðvar í suður- og austurhluta landsins. Árásin kemur í kjölfar yfirlýsingar leiðtoga Hizbollah um að allsherjarstríð milli samtakanna og Ísraelsríkis væri skollið á. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah ávarpaði landa sína á sjónvarpsstöð Hizbollah í gær og tilkynnti að flugskeyti hefðu hæft ísraelskt herskip úti fyrir ströndum Líbanon. Ísraelsher hefur staðfest þær fréttir og jafnframt sagt að fjögurra hermanna sé saknað eftir árásina. Ísraelskar herþotur réðust í gærkvöld á fjármálaráðuneyti Palestínumanna í Gazaborg og þá voru einnig gerðar loftárásir á brýr á miðhluta Gazastrandarinnar. Talið er að yfir 60 Líbanar hafi týnt lífi í átökunum undanfarna fjóra daga en forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur sagt að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermenninga lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna er að reyna að komast frá borginni en ítrekaðar árásir hafa verið gerðar á flugvöllinn í Beirút, höfuðborg Líbanons. Í morgun voru einnig gerðar loftárásir á landamærin milli Líbanon og Sýrlands. Leiðin yfir landamærin til Sýrlands hefur undanfarna daga verið helsta flóttaleiðin vegna árásanna á flugvöllinn. Nú er þeirri leið lokað. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á Líbanon í morgun, fjórða daginn í röð. Þá hafa yfir sextán særst. Skotmörkin eru aðallega brýr og bensínstöðvar í suður- og austurhluta landsins. Árásin kemur í kjölfar yfirlýsingar leiðtoga Hizbollah um að allsherjarstríð milli samtakanna og Ísraelsríkis væri skollið á. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah ávarpaði landa sína á sjónvarpsstöð Hizbollah í gær og tilkynnti að flugskeyti hefðu hæft ísraelskt herskip úti fyrir ströndum Líbanon. Ísraelsher hefur staðfest þær fréttir og jafnframt sagt að fjögurra hermanna sé saknað eftir árásina. Ísraelskar herþotur réðust í gærkvöld á fjármálaráðuneyti Palestínumanna í Gazaborg og þá voru einnig gerðar loftárásir á brýr á miðhluta Gazastrandarinnar. Talið er að yfir 60 Líbanar hafi týnt lífi í átökunum undanfarna fjóra daga en forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur sagt að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermenninga lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna er að reyna að komast frá borginni en ítrekaðar árásir hafa verið gerðar á flugvöllinn í Beirút, höfuðborg Líbanons. Í morgun voru einnig gerðar loftárásir á landamærin milli Líbanon og Sýrlands. Leiðin yfir landamærin til Sýrlands hefur undanfarna daga verið helsta flóttaleiðin vegna árásanna á flugvöllinn. Nú er þeirri leið lokað.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira