Ófriðarskýin hlaðast upp 12. júlí 2006 18:45 Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira