Yfir 160 sagðir látnir 11. júlí 2006 18:00 Aðstæður í Mumbai voru afar erfiðar. MYND/AP Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira